Stjórnarfundur 9. mars 2013
Fundur settur.
Mættir eru Alexandra Björg Eyþórsdóttir, Matthías Matthíason, Erla Vilhelmína Vignisdóttir, Stefán Arnarson og Ólöf Gyða Risten Svansdóttir.
Kosið var í stjórnarstöður og fór það svo:
Formaður: Ólöf Gyða Risten Svansdóttir
Gjaldkeri: Matthías Matthíasson
Ritari: Alexandra Björg Eyþórsdóttir
Meðstjórnendur: Erla Vilhelmína Vignisdóttir og Stefán Arnarson
Rætt var um sérsýningu sem deildin hafði sótt um ásamt Spitzhundadeildinni fyrir 2013 og var rætt það mál að það þyrfti að fylla út nýja umsókn vegna breytinga á umsóknarblöðum HRFÍ. Einnig var rætt um þá dómara sem valdir höfðu verið fyrir sýninguna og ákveðið að finna varadómara ef eitthvað kæmi uppá.
Ákveðið var að stofna skemmtinefnd sem ætti að hjálpa að virkja félagsmenn í að gera hluti saman. Óskað er eftir áhugasömum félagsmönnum sem vilja sitja í þeirri nefnd.
Íris Hólm hafði sýnt áhuga með slíka nefnd og fengum við hana því til að vera formaður. Stjórn deildarinnar situr í nefnd á meðan hún er ekki fullmönnuð.
Ef vel gengur og félagsmenn sýna áhuga þá stefnum við á að mynda fleiri nefndir eins og t.d. göngunefnd/útivistarnefnd.
Fyrsta verk nefndarinnar er að halda páskabingó og óskar stjórnin eftir vinningum.
Ákveðið var að sækja um pláss fyrir sýningaþjálfanir hjá Gæludýr.is til að getað haldið fleiri þjálfanir en áður.
Ákveðið hefur verið að funda með forritara uppá að búa til betri og aðgengilegri gagnagrunn fyrir tegundina.
Ætlum að kanna reglur sleðahundaprófa frá öðrum löndum og athuga hvort að það sé eitthvað sem við myndum vilja koma að hjá okkur. Þá myndu hundar geta keppt um sérstakan sleðahundaprófs titil og fá hann viðurkenndan í ættbók.
Stjórnin hvetur eigendur hunda sem greinst hafa með Cataract (arfgenga starblindu) til að hafa samband við Bryan McLaughlin hjá AHT (Animal Health Trust í Englandi) í e-mailið bryan.mclaughlin@aht.org.uk. Samkvæmt síðu SHCA (Siberian Husky Club of America) er einnig verið að biðja um blóðsýni úr eldri hundum með hrein augu. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu SHCA (www.shca.org).
Ákveðið var að setja inn link á heimasíðu deildarinnar með sýnendum sem vilja taka að sér að sýna fyrir aðra. Þeir sem hafa áhuga á að sýna fyrir annað fólk meiga endilega senda okkur upplýsingar um sig (nafn, e-mail, símanúmer, reynslu, mynd) á huskydeild@gmail.com.
Þar sem stjórnin má ekki neita að auglýsa got sem stenst kröfur HRFÍ, hefur stjórnin ákveðið að merkja þau got sem deildin mælir með, en hin myndu vera ómerkt. Deildin mælir eingöngu með gotum undan hundum sem uppfylla eftirfarandi skilyrði:
Eru eru með A, B eða C niðurstöðu í mjaðmamyndum
Hafa fengið Excellent eða Very Good á sýningum.
Hafa gilt augnvottorð.
Ákváðum að kaupa fundagerðarbók sem mun ganga á milli stjórna.
Fundi slitið
Alexandra Björg Eyþórsdóttir
Ritari Siberian Husky deildar HRFÍ
Leave a Reply