2 dósir túnfiskur
2 bollar hveiti (við notum spelt því það er hollara)
2 egg
1-1½ dl. vatn
góður slatti af hvítlauksdufti
(parmesan ostur)

Setjið túnfiskinn í blandara og vinnið þar til hann er kekkjalaus (ef þú átt ekki blandara geturðu bara notað gaffal til að merja stærstu kekkina). Bætið eggjum saman við. Setjið í skál og blandið hveiti, hvítlauksdufti og vatni samanvið þar til þetta er á þykkt við kökudeig. Setjið bökunarpappír í botninn á skúffukökuformi og breiðið úr deiginu. Ef að þú átt smá parmesan ost (þennan í baukunum) í ísskápnum þá slær hundurinn ekki loppunni á móti því að fá smá yfir kökuna. Bakið við 175-180°c í 15-20 mínútur eða þar til deigið verður gúmmíkennt að snerta það. Látið kólna aðeins á rist og skerið síðan niður í litla teninga (ca. 1 cm á þykkt á alla kanta). Setjið aftur í skúffuna og inn í ofninn á ca. 100°c og þurrkið vel. Þeim mun betur sem bitarnir eru þurrkaðir þeim mun lengur geymast þeir. Fint að setja í loftþétta krukku þar sem hundarnir ná ekki til ;o)