Nefndir
Alls starfa 5 nefndir innan Siberian Husky deildar sem hefur hver sitt hlutverk:
Fjáröflunarnefnd: Sér um að halda fjáraflanir, þar á meðal bingó.
Fræðslunefnd: Skipuleggur allt sem viðkemur fræðslu um tegundina ásamt námskeiðum, skrifuðum texta og öðrum fróðleik sem gagnast Siberian Husky eigendum sem og hinum almenna hundaeiganda. Stjórnin velur og býður í nefndina.
Viðburðarnefnd: Skipuleggur viðburði með/án hunda. Skipuleggur göngur, hittinga, útilegur, lokahóf og aðra skemmtilega viðburði.
Sýningarnefnd: Hjálpar til við skipulag, uppsetningu og undirbúning sérsýninga og heldur utan um árlegu uppsetningu sýningar HRFÍ í nóvember.
Vinnunefnd: Finna viðeigandi vinnuprófsreglur fyrir sleðahunda og aðlaga að íslenskum aðstæðum. Markmið nefndarinnar er að koma á laggirnar vinnuprófi fyrir sleðahunda svo þeir geti fengið vinnutitla. Þegar því markmiði er náð mun nefndin sjá um framkvæmd þeirra prófa.
Sjá reglur nefnda HÉR!
Leave a Reply