Deildarsýning 9. september

Laugardaginn 9. september verður fjórða deildarsýning Siberian Husky deildar haldin á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Að þessu sinni kemur dómarinn Ewa Górska frá Póllandi að dæma hundana okkar.

Búið er að opna fyrir skráningu, en skráningu lýkur sunnudaginn 20. ágúst kl. 23:59. Skráning fer fram á www.hundavefur.is

Ásamt hinna hefðbundnu flokka verður hægt að skrá gelda hunda, en sú skráning fer fram í gegnum deildina (HÉR). Geldir hundar fá skrifaða umsögn og keppa sín á milli um besta gelda hund sýningar.

Einnig verður keppt í besta kynslóðahópi sýningar. En þar eru 3-5 hundar, einn úr hverri kynslóð, raðað frá elsta til yngsta.

Um Ewu

Ewa fékk sinn fyrsta Siberian Husky hund árið 1998 og skráði ræktunarnafn sitt, “Nitor Nivalis” hjá FCI næsta ár. Hún ræktaði tegundina undir því nafni þar til hún kynntist eiginmanni sínum, Jose, sem var þá að rækta undir nafninu “Winter Melody”. Árið 2008 sameinuðu þau hundaræktun þeirra undir “Winter Melody” ræktunarnafninu. Ewa gerðist svo dómari á tegundinni árið 2017 og hefur dæmt sýningar í stórum hluta Evrópu.

Leave a comment

Blog at WordPress.com.

Up ↑