Fundur var settur og Ólöf Gyða Risten Svansdóttir var valin sem fundarstjóri.

Mættir voru 3 stjórnarmeðlimir, Ólöf Gyða Risten Svansdóttir, Linda Jónsdóttir, og Stefán Arnarson. Þórdís María Hafsteinsdóttir forfallaðist.

Ólöf las ársskýrslu deildarinnar fyrir 2012.

Þórdís og Linda luku sínu kjörtímabili og buðu sig ekki til endurkjörs. Þann 25. janúar 2013 sagði Auður Eyberg sig úr stjórn án ástæðu. Því voru alls voru þrjú sæti laus í stjórn, 2 til tveggja ára og 1 til eins árs. Alexandra Björg Eyþórsdóttir, Matthías Matthíasson og Erla Vilhelmína Vignisdóttir buðu sig fram. Ekki þurfti kostningu og fóru þau sjálfkrafa í stjórn. Alexandra og Matthías voru kosin til tveggja ára og Erla til eins árs.

Heiðraður var stigahæsti hundur deildarinnar fyrir árið 2012, en það var rakkinn Miðnætur Rum Tum Tugger.

Stjórnin hafði sótt um að fá ræktunarkröfum breytt og fá hunda með D og E mjaðmir í ræktunarbann. Bíður stjórn deildarinnar eftir svari frá stjórn HRFÍ.

Talað var um að virkja eigendur tegendundarinnar. Byrja aftur með göngur, jafnvel halda páskabingó.

Tillögur komu fram með að deildin myndi kaupa sínar eigin rósettur og að ræktendur gefi sjálfir bikara fyrir hvolpa. Íhugað var einnig að finna farandbikar fyrir stigahæsta hund deildarinnar.

Kom fram sú tillaga að panta sýningaþjálfanir með góðum fyrirvara svo að hægt væri að hafa fleiri sýningaþjálfanir á betri tíma.

Fundi slitið.

Ólöf Gyða Risten Svansdóttir, ritari