Fundur var settur og Herdís Hallmarsdóttir var kjörin sem fundarstjóri.

Mættir voru eftirsitjandi í stjórn, Erla Vilhelmína Vignisdóttir, Ólöf Gyða Risten Svansdóttir og Stefán Arnarson.

Samkvæmt reglum HRFÍ á að auglýsa fundinn á heimasíðu HRFÍ en mistök á skrifstofu ollu því að fundurinn var ekki auglýstur á vef HRFÍ engu að síður var fundurinn auglýstur á vef Siberian Husky deildar og á samfélagsmiðlum, gerðu fundagestir engar athugasemdir.

Stefán Arnarson, formaður, las ársskýrslu deildarinnar fyrir 2014. Ein spurning kom upp varðandi ársskýrsluna um hvaða hundur hafi greinst með cataract og var þar bent á að um væri að tala Raq Na Rock‘s Hrafnkötlu sem er í eigu Kolbrúnar Örnu Sigurðardóttur. Ákveðið var laga orðalagið í árskýrslunni og segja að hún sé með grun um cataract þar sem enn er óvíst hvort að um arfgengt cataract sé að ræða.

Erla Vignisdóttir, gjaldkeri, fór yfir ársreikning síðasta stjórnarárs og voru engar athugasemdir við reikninginn.

Spurst var fyrir hvernig væri hægt að fólk utan á landi geti kosið í stjórn þar sem það kemur ekki til Reykjavíkur eingöngu til að mæta á einn fund. Fundastjóri benti á að verið að vinna í þessu en benti á að hægt væri að koma með umboð og jafnvel haft samband við fólk í gegnum síma.

Tveir stjórnarmeðlimir sögðu af sér á stjórnarárinu; Alexandra sagði af sér 4. júlí og Linda Jónsdóttir þann 28. desember. Því voru þrjú sæti laus; tvö til tveggja ára og eitt til eins árs (þar sem Linda Jónsdóttir átti eitt ár eftir). Alls mættu 9 sem voru með kosningarétt. Erla lauk sínu kjörtímabili en bauð sig fram til endurkjörs. Sigríður Þorgrímsdóttir bauð sig einnig fram til tveggja ára og Linda Jónsdóttir bauð sig fram til eins árs. Þar sem aðeins þrír buðu sig fram voru þeir sjálfkjörnir í stjórn. Kynntu þessir þrír einstaklingar sig fyrir fundinum.

Talað var um að taka kannski upp heilsufarskröfur sem danir eru með og benti þá stjórnin á það að stjórnin hafi sótt um ræktunarbann á D og E mjaðmir eins og er í Danmörku en hafi fengið neitun. Var þó fundur sammála um að þau vildu að hundar með svo slæmar niðurstöður færu í ræktunarbann, þrátt fyrir að Siberian Husky hundur hafi aldrei greinst með svo slæmar mjaðmir.

Var stungið uppá því að setja reglu yfir það hversu marga hvolpa einn hundur má eiga. Var það rætt en bent til stjórnar HRFÍ sem væri áhugavert að stjórnin taki til sín.

Tekin var fyrir uppástunga stjórnar (sjá má uppástungurnar HÉR):

  1. Uppástunga
    Regla 1

    Breytingartillaga: Stungið var uppá að sameina skemmtinefnd og göngunefnd og búa frekar til viðburðarnefnd.
    Viðburðarnefnd: Skipuleggur viðburði með/án hunda. Skipuleggur göngur, hittinga, útilegur, lokahóf og aðra skemmtilega viðburði. (Samþykkt einhljóða)
    Viðbót við fræðslunefnd: Stjórnin velur og býður í nefndina.
    Regla 1 samþykkt að öðru leiti.

    Regla 2
    Uppástunga að reglu 2.2: Taka fram að stjórn velur í fræðslunefnd. Var þá bent á að samkvæmt reglum HRFÍ er það stjórnin sem ber að hafa auga með nefndum og velja í nefndir ef svo þarf.
    Ákveðið var að bæta við að fólk geti boðið sig fram og þegar fyrsti fundur nýrrar stjórnar er þá er raðað niður í nefndir. Þá getur fólk verið búið að bjóða sig fram fyrir ákveðna dagsetningu.
    Breytingartillaga á 2.2: Áhugasamir aðilar geta boðið sig fram í nefndir. Stjórn deildarinnar mun kappkósta við að kynna starf nefndannar og óska eftir áhugasömum framboðum fyrir fyrsta fund stjórnar eftir ársfund, en á þeim fundi tilnefnir stjórn í nefndir deildarinnar. (Samþykkt einhljóða)
    Breytingartillaga á 2.3: Breyta aðalfund í fyrsta fund stjórnar eftir ársfund. (Samþykkt einhljóða)

    Regla 3
    Samþykkt einhljóða

    Regla 4
    Breytingartillaga á 4.1: Ef meðlimur nefndar þykir óvirkur að mati annarra nefndarmeðlima ber þeim að tilkynna það til stjórnar sem mun ræða við eftirfarandi einstakling. (Samþykkt einhljóða).
    Taka út reglu 4.3. (Einhljóða samþykkt)

 

  1. Uppástunga
    Einhljóða samþykkt
  2. Uppástunga
    Viðbót: Hundur fær 1 stig fyrir meistaraefni. (Einhljóða samþykkt)
  3. Uppástunga
    A) Einhljóða samþykkt
    B) Einhljóða samþykkt
    C) Stungið var uppá að hægt væri að fá stig fyrir hunda erlendis. Mun stjórn taka það fyrir. Regla einhljóða samþykkt óbreytt.
  4. Uppástunga
    Feld að svo stöddu – Mun vera tekin fyrir að ári.

Engin önnur mál voru á dagskrá og komu fundagestir ekki með nein önnur mál til að ræða.

Fundi slitið.

Ólöf Gyða Risten Svansdóttir