Fundur settur.

Mættir eru: Alexandra Björg Eyþórsdóttir, Erla Vilhelmína Vignisdóttir, Linda Jónsdóttir, Ólöf Gyða Risten Svansdóttir og Stefán Arnarson.

Fyrst á dagskrá var að kjósa til formanns, ritara og gjaldkera.
Stefán Arnarson – formaður
Ólöf Gyða Risten Svansdóttir – ritari
Erla Vilhelmína Vignisdóttir – gjaldkeri

Næst var ákveðið að sækja um kennitölu á deildina og var allt útfyllt umsóknin. Henni verður skilat til Ríkisskattsstjóra við næsta tækifæri.

Ákveðið var að halda Páskabingó helgina 5-6. apríl. Núþegar eru byrjaðir að koma inn vinningar. Rætt var um hvar væri hægt að halda Bingóið. Staðsetning verður auglýst síðar.

Sótt var um undanþágu fyrir sérsýningu í júlí og fá Sóleyu Höllu Möller sem dómara. Jafnvel hafa aðrar keppnir með; úlfalegasti hundurinn o.fl. Einnig myndi fylgja með hverri skráningu happadrætti sem yrði dregið úr í lok sýningar.

Gáð var hjá Gæludýr.is hvort að það væri laust í sýningarþjálfanir fram til nóvembersýningar.

Rætt var um að hafa útileigu í júlí þar sem Siberian Husky eigiendur gætu haft gant og gaman og eiga góðan tíma með hundunum sínum og fleiri Husky eigendum. Hægt væri að halda allskonar atburði eins og gamnisýningu, hlýðnikeppni, og jafnvel dráttarkeppni. Hugmyndir af dagsetningum: 5-6. Júlí eða 12-13. Júlí.

Flott væri að fá fá deildarmeðlimi að fara út að borða eftir sýningar og gleðjast með hvort öðru.

Deildin ætlar að auglýsa eftir einstakling  í stöðu fjölmiðlafulltrúa þar sem deildin þarf á betri umfjöllun til almennings að halda.

Búa til grein um hvað fólk er að fá fyrir peninginn með því að kaupa hreinræktaðann hund/Husky frá HRFÍ.

Fundi slitið.

Ólöf Gyða Risten Svansdóttir, ritari