Stjórnarfundur 14. maí 2015
Fundur var settur.
Mættir eru Erla Vilhelmína Vignisdóttir, Linda Jónsdóttir, Ólöf Gyða Risten Svansdóttir og Stefán Arnarson.
MARKMIÐ NEFNDA
Fæðslunefnd
Búa til tvo bæklinga um tegundina. Einn fyrir einstaklinga sem eru að íhuga að kaupa sér Siberian Husky og einn fyrir Husky eigendur (spurning um að hafa litla bók).
Finna greinar um algenga sjúkdóma í tegundinni til að setja á heimasíðu deildarinnar.
Vinnunefnd
Markmið vinnuprófsins er að hundar sem standast sleðapróf fái titil fyrir aftan nafnið sitt og gætu verið skráðir í vinnuhundaflokk á sýningum HRFÍ. Spurningin er hvort betra væri að gera fyrst próf sem sýnir vinnugetu hundanna í staðinn fyrir tímakeppni ef prófið á að vera fyrir allar tegundir. Umræða fyrir fyrsta fund nefndarinnar ásamt skoðun á uppsetningu vinnuprófa í öðrum löndum.
Sýningarnefnd
Plana opna sýningu í samstarfi við viðburðarnefnd. Opin sýning væri góð fjáröflun fyrir deildina ásamt því að vera gaman fyrir Husky eigendur. Væri þá fyrst að finna tíma til að halda sýninguna, finna húsnæði (hafa samband við Gæludýr.is) og finna dómara, en hægt væri að nýta dómaranema.
Einnig færi sýningarnefndin í það að vinna í deildarsýningu sem er á planinu í byrjun næsta árs.
Viðburðarnefnd
Fara í að vinna með sýningarnefndinni með opna sýningu. Væri fínt svo að hafa gamni sýningu og svo hafa aðra flokka eins og besta brosið, o.s.frv.
Þyrfti einnig að fara að henda í göngur. Væri hægt að hafa einhver grill í sumar eftir göngu með hundunum. Góð leið til að þjappa aðeins hópnum saman.
Planað að hafa í kringum tvo deildarfundi með Siberian Husky eigendum til að fá hugmyndir frá deildarmeðlimum um viðbruði og hvað mætti betur fara.
Planið er að sækja um deildarsýningu laugardaginn 9. apríl 2016 (16. apríl til vara). Stjórnin hefur dómara í huga sem gæti einnig haft fyrirlestur um tegundina sem gæti nýst bæði eigendum og dómurum tegundarinnar. Byrjað er að vinna í kostnaðaráætlun og endar hún líklegast í tapi en þar sem deildin á nægan pening ætti það ekki að vera mikið mál. Einnig voru send skilaboð á Gæludýr.is til að gá hvort að hægt væri að panta salinn þar fyrir sýninguna. Húsnæði fyrir fyrirlesturinn myndi vera ákveðinn seinna eða þegar sýningin hefur verið samþykkt.
Sótt var um ræktunarbann á D og E mjaðmir ásamt því að augnvottorð fyrir 3 ára aldur (36 mánaða) gildir í 12 mánuði og eftir 3 ára aldur (36 mánaða) gildir í 18 mánuði eins og hjá mörgum öðrum tegundum.
Það var búið að vera að vinna í nýjum gagnagrunni fyrir deildina. Skilaboð voru send á forritara um framgang mála.
Fundi slitið.
Ólöf Gyða Risten Svansdóttir, ritari
Leave a Reply