Fundur settur.

Mættir eru Alexandra Björg Eyþórsdóttir, Stefán Arnarson, Ólöf Gyða Risten Svansdóttir og Erla Vilhelmína Vignisdóttir.

1. Fulltrúaráðsfundur HRFÍ – Alexandra og Stefán mættu á fundinn og skrifðu niður hjá sér punkta um líðandi mál – Farið var yfir fundagerðir

2. Lásum fundagerðir stjórnar HRFÍ

3. Stefnumótunardagur verður í jan-feb, Það eiga 1-2 fulltrúar að mæta frá hverri deild. Erla ætlar að mæta fyrir hönd stjórnar.

4. Ræddum um að fá sérhæfðan Siberian Husky dómara, þar sem að tegundin stækkar ört og er oft ein af fjölmennustu tegundunum á sýningum. -Veltum fyrir okkur afhverju unglinadeildin fær allar dósir á sýningum.

5. Heimasíðan – Veltum því fyrir okkur að bæta heimasíðuna og bjóða uppá fleiri upplýsingar um tegundina og umhirðu. Til dæmis: – Feldumhirða, (góð sjampoo), hvernig eigi að blása husky. – Setja inn link á sleðasport – Sendum í kjölfarið e-mail á Sleðahundaklúbb Íslands spurningar um mögulegt samstarf.

6. Stefnum á að halda námskeið – Feldumhirðunámskeið – Fyrstu hjálpar námskeið – Hunda nudd

7. E-mail – sendu sýningarstjórn HRFÍ ítrekun á pósti sem við sendum til þeirra fyrr á árinu. – Sendum Cheryl Lecourt póst um leyfi til að þýða grein sem hún skrifaði – Sendum Sleðahundaklúbbi íslands póst – Sendum Auði Eyberg póst um spurningar um dráttarbeisli.

8. Hringt var í Matthías Matthíasson gjaldkera stjórnar og ákveðið var að hann segði sig úr stjórn vegna lítils tíma til að sinna starfinu.

9. Fjáröflun – Veltum fyrir okkur hvort að það gæti verið góð fjáröflun fyrir deildina okkar að selja beisli, ólar eða tauma.

Fundi slitið.

Alexandra Björg Eyþórsdóttir, ritari