Stjórnarfundur 4. júní 2014
Fundur var settur.
Mættir eru Alexandra Björg Eyþórsdóttir, Ólöf Gyða Risten Svansdóttir og Stefán Arnarson.
Gerð var kostnaðaráætlun á að fá Pat Hastings til landsins. Ákveðið var að reyna að fá hana síðustu helgina í nóvember, eða 27-29. Nóvember. Sendur var póstur á hana til að gá hvort hún væri laus þessa helgi. Deildin ætlar að fá Pat Hastings til að halda tvö námskeið; um byggingu hunda, og um að velja hvolpa.
Ákveðið var að færa grillið yfir á laugardaginn 14. júní kl. 13. Ákveðið var að ganga hring og grilla svo eftir gönguna. Svo mun vera sýningarþjálfun fyrir þá sem vilja í lokin.
Fyrsta verk fjölmiðlafulltrúa væri að skrifa grein um tegundina. Jafnvel að reyna að fá greinina birta í Fréttablaðinu til að kynna hinum almenna borgara fyrir tegundinni og fá betra umtal.
Fundi slitið.
Ólöf Gyða Risten Svansdóttir, ritari
Leave a Reply