Auglýst eftir fjölmiðlafulltrúa

By

Siberian Husky deildin auglýsir hér með eftir einstakling sem væri til í að taka að sér starfi fjölmiðlafulltrúa fyrir tegundina.

Starfslýsing
• Fjölmiðlafulltrúi þarf að vera tiltækur þegar umræða skapast um tegundina Siberian Husky í þjóðfélaginu.
• Hafa yfirumsjón við þjónustu á efni og réttum upplýsingum til fjölmiðla.
• Sjá til þess að efni sem útbúið er í samvinnu með stjórn Siberian Husky deildar sé dreift á viðeigandi stöðum.
• Skipuleggja viðtöl við fjölmiðla, ræktendur og hundaeigendur þegar við á.

Miðlar
• Útvarp
• Sjónvarp
• Dagblöð
• Vefsíður
• Samfélagsmiðar

Æskilegt er að fjölmiðlafulltrúi hafi:
• Einhverja reynslu af fjölmiðlun
• Þjónustulund
• Góða hæfileika í almennum samskiptum við fólk
• Yfirburðarþekkingu á hundategundinn Siberian Husky

Áhugasamir hafi samband í huskydeild@gmail.com